My mum once asked the local butcher for a sheep’s head. He gave it to her, albeit out the back door and in a bin bag. But he made a catastrophic mistake that told my mum English people were fundamentally not the same as us Icelanders: he removed the eyeballs.
An unwanted encounter with Icelandic, in English:
We moved to England when I was three years old, and my mum says I went completely silent for 5 months. According to her, I woke up one day speaking perfect English. When I was 15 years old, I bumped into a boy I went to primary school with. It took him by surprise that I had lost my Icelandic accent. I went bright red. I never had an Icelandic accent! I was Icelandic at home and English outside. Incredulous, I asked my mum. “I don’t know what he’s talking about, you’ve always sounded like Mary Poppins.” Although she admitted in her “Bjork in the 90s” accent that she probably wasn’t the right person to ask.
I sat on the sofa, watched the Saturday reruns of Eastenders and ate myself drunk with Salt and Vinegar crisps. I checked my tongue. It felt swollen in my mouth, maybe from the vinegar, or maybe from the effort of travelling between languages. I had never thought about whether I had an English accent, I just assumed I did. It made me sad to find out that I had been a tourist in the language I had made a home in. Since the age of seven, I had broken mouldy bread with Ms Haversham and laughed at Oscar Wilde’s witticisms. I knew all of the Kings and Queens of England. I had even joined the Brownies, a Christian scout organisation for normal people with wallpaper, carpets and a front lawn. And yet, here I was, Icelandic as an outdoor swimming pool, having boiled cod instead of fish fingers for dinner.
Vandræðaleg spurning í matarboði á íslensku:
“Pabbi, hvað þýðir að rúnka sér?” Hann hefði frekar tekið þátt sem latex klæddur dansari hjá Páli Óskari í Eurovision en að svara þessari spurningu frá 15 ára dóttur sinni. Það er eitt að vera tvítyngd og annað að vera tvítyngdur unglingur með orðaforða ömmu sinnar.
Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona óþægileg spurning. Mér fannst, og finnst ennþá, óþægilegt að spyrja þegar ég skil ekki, það er eins og að segja við einhvern, ég er ekki nóg og íslensk. Nú til dags segi ég bara, ég er bresk og gretti mig, en ég fæ alltaf jafn mikinn sting í hjartað þegar þessi orð rata af vörum mínum. En þar sem Siggi frændi hafði sagt einhvað brjálæðislega fyndið, og hrossahláturinn var kominn á skeið hjá Ástu frænku þá varð ég að vita hvað að rúnka sér þýddi.
Ég vissi um leið að ég hafði sagt einhvað vandræðalegt. Ég horfði á pabba. Hann horfði á kartöflurnar. Mig langaði svo mikið að enginn tæki eftir því að ég náði ekki brandaranum. Hann vildi svo mikið verða að kartöflu. Ég sá fyrir mér að ég gæti hoppað inn í leikinn og tekið þátt í endurteknum hlátrasköllum. Hann sá fyrir sér að ég myndi þiggja kartöflu í staðin fyrir svar frá honum.
Það var orðið of seint. Hláturinn hjá hinum var orðinn að tárum. Þögnin lagðist yfir. Fólk jafnaði sig og andvarpaði eins og til að tékka á því hvort lungun þeirra hefðu sprungið. Spurningin hékk í loftinu eins og lyktin af skötu á jólunum.
Ég vissi ekki hvað beið mín. Þegar þögnin var orðin þannig að það heyrðist bara í titringinn í uppþvottavélinni þá dró pabbi andann djúpt, horfði beint á vegginn og hvíslaði í áttina að mér “wank”. Ég stakk gafflinum í kartöflu og setti hana upp í munn.

Leave a reply to jdrguns Cancel reply